DAGSKRÁ.
HAUST 2024
17A Ármúli
Reykjavík, Iceland
LETHWEI (18+)
Fyrir hvern?
Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og hentar því byrjendum sem og lengra komnum. Í því felst að reglulega er grunntæknin rifjuð upp og sett í samhengi til þess að þjálfa upp vöðvaminni. Iðkendur fá svo tækifæri til þess að byggja ofan á undirstöðuatriði á sínum hraða.
Lethwei gerir engar kröfur um afburðargott líkamlegt þol. Æfingarnar eru þó krefjandi og láta þarf þjálfara vita af meiðslum, veikindum og þess háttar áður en þjálfun er hafin.
Umsækjendur þurfa að hafa hreina sakarskrá og að hafa náð lögaldri. Einstaklingar undir 18 ára geta þó samið við þjálfara um að fá að mæta á æfingar gegn skriflegu samþykki foreldris / forráðamanns.
Dagskrá
Hver æfing samanstendur af upphitun, tæknilegri þjálfun, hagnýtingu á slíkri tækni og teygjum. Hagnýtingin felur í sér "sparr" þar sem tveir einstaklingar eru paraðir saman í þeim tilgangi að prófa sig áfram og nýta tæknina í bardaga. Um er að ræða létta snertingu þar sem markmiðið er aldrei að "sigra" æfingafélagann heldur byggja upp traust og öðlast virðingu viðkomandi. Strangt er tekið á framkomu sem byggir ekki á heiðarleika, velsæmi og ábyrgð á meðan þjálfun stendur.
Búnaður
Grunnbúnaður fylgir aðstöðunni og því ekki krafa um að verða sér úti um ákveðinn búnað fyrir æfingar. Engum er þó hleypt í sparr án góms (e. mouthgard) og er það á ábyrgð iðkenda að verða sér úti um slíkan búnað.
MÁNUDAGAR 18:00 - 19:30
MIÐVIKUDAGAR 18:00 - 19:30
SJÁLFSVÖRN (18+)
SHIN GI TAI KEMPO
Fyrir hvern?
Grunnhugmynd sjálfsvarnar er að iðkendur geti beitt henni í raunverulegum aðstæðum, sem hvorki spyrja um líkamsbyggingu né bakgrunn í líkamsrækt eða bardagalistum. Út frá þessari hugmyndafræði er ólík tækni oft kenndi mismunandi iðkendum í samskonar aðstæðum, sem gerir þessa þjálfun mjög sérsniðna einstaklingnum hverju sinni (það sem virkar fyrir einn, virkar ekki endilega fyrir annan). Hentar því bæði byrjendum og lengra komnum, hvort sem viðkomandi starfar við öryggisgæslu eða ekki.
Umsækjendur þurfa að hafa hreina sakarskrá og að hafa náð lögaldri. Einstaklingar undir 18 ára geta þó samið við þjálfara um að fá að mæta á æfingar gegn skriflegu samþykki foreldris / forráðamanns.
Dagskrá
Hver æfing samanstendur af upphitun, tæknilegri þjálfun og teygjum. Tæknilega þjálfunin felur í sér að taka fyrir ólíkar aðstæður og fara yfir helstu hættur þeirra og hvernig bregðast má við (hvaða tækni er líkleg eða ólíkleg til árangurs). Til viðbótar er áhersla lögð á forvarnir sem fela í sér að vera meðvitaður í umhverfi sínu (e. situational awareness). Á sama tíma eru líffræðileg viðbrögð (fight, flight, freeze, fawn) höfð til hliðsjónar og því rík áhersla lögð á að þjálfa upp vöðvaminni.
Búnaður
Grunnbúnaður fylgir aðstöðunni og því ekki krafa um að verða sér úti um ákveðinn búnað fyrir æfingar.
ÞRIÐJUDAGAR 18:00 - 19:30
FIMMTUDAGAR 18:00 - 19:30