top of page

BYRJENDANÁMSKEIÐ Í LETHWEI (16+)

Fyrir hvern?

Fjölbreytt og einstaklingsmiðuð kennsla sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Aðallega sniðin að þeim sem hafa ekki stundað bardagaíþróttir áður og langar að prófa eitthvað nýtt. Á sama tíma stendur lengra komnum til boða ítarlegri þjálfun. Engar kröfur gerðar um afburðargott líkamlegt þol. Æfingarnar eru þó krefjandi og láta þarf þjálfara vita af meiðslum, veikindum og þess háttar áður en þjálfun er hafin. Umsækjendur þurfa að hafa hreina sakarskrá og að hafa náð 16 ára aldri. Ólögráða einstaklingar æfa einungis hjá okkur gegn skriflegu samþykki foreldris / forráðamanns.

Dagskrá

Í fyrsta mánuði verður þjálfað upp þrek og farið yfir undirstöðuatriði (líkamsstaða, högg, spörk, vörn og höfuðlása (e.clinch)).

Í öðrum mánuði verða kenndar mismunandi samsetningar á undirstöðuatriðunum og hvernig má nýta þær til þess að leggja gildrur fyrir andstæðinginn. Ríkari áhersla verður lögð á höfuðlása.

Í þriðja mánuði verða samsetningarnar hagnýttar í bardaga gegnum svokallað "sparr" þar sem iðkendur fá að prófa á móti hvor öðrum allt sem þeir hafa lært síðustu mánuði. 

Í fjórða mánuði er þyngsta áherslan lögð á sparr.

Búnaður

Grunnbúnaður fylgir aðstöðunni og því ekki krafa um að verða sér úti um ákveðinn búnað fyrir æfingar. Engum er þó hleypt í sparr án góms (e. mouthgard) og er það á ábyrgð iðkenda að verða sér úti um slíkan búnað. Í fjórða mánuði verður hjálmaskylda í sparri og útvegar þjálfari slíkan búnað nema annað sé tekið fram á æfingum.

 

ATH. Þetta námskeið hefst mánudaginn 16. september 2024 og lýkur fimmtudaginn 12. desember 2024

FITNESSBOX
(16+)

Fyrir hvern?

Hentar þeim sem vilja byggja upp styrk og auka líkamlegt þol. Opið öllum og engin krafa gerð um bakgrunn í bardagalistum. Tilvalið fyrir byrjendur sem og þá sem vilja byggja sig upp samhliða öðrum bardagaíþróttum.  Æfingarnar eru þó krefjandi og láta þarf þjálfara vita af meiðslum, veikindum og þess háttar áður en þjálfun er hafin. Ólögráða einstaklingar æfa einungis hjá okkur gegn skriflegu samþykki foreldris / forráðamanns.

Dagskrá

Mjög áköf og krefjandi hreyfing í takt við háa tónlist í 40 mínútur með einni vatnspásu. Í gangi verða stöðvar með ólíkum æfingum sem einstaklingar flakka á milli. Fyrst og fremst verður notast við eigin líkamsþyngd (um 90% æfinganna) en lóð og ketilbjöllur aðeins kynnt til leiks samhliða (um 10% æfinganna).

Búnaður

Grunnbúnaður fylgir aðstöðunni og því ekki krafa um að verða sér úti um ákveðinn búnað fyrir æfingar. 

 

 

ATH. Bæði er hægt að sækja þessa tíma samhliða Lethwei iðkun og skrá sig í staka tíma. Fyrsti tíminn hefst miðvikudaginn 18. september 2024

MIÐVIKUDAGAR 18:30 - 19:15

MÁNUDAGAR 18:15 - 19:15

FIMMTUDAGAR 18:15 - 19:15

BARNANÁMSKEIÐ
LETHWEI

Tveimur aldurshópum stendur til boða barnvænt námskeið í Lethwei þróað af Sigurgeiri Svanbergssyni, yfirþjálfara ICA á Reyðarfirði, og sexfalda heimsmeistaranum í Lethwei, Dave Leduc. Lögð er áhersla á virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, vináttu, frábæra skemmtun og heilbrigða hreyfingu. 

 

ATH. Þessi námskeið hefjast sunnudaginn 15. september og þeim lýkur sunnudaginn 15. desember. 

U9 (6-9 ÁRA)

SUNNUDAGAR 14:00 - 15:00

MIÐVIKUDAGAR 17:15 - 18:15

U13 (10-13 ÁRA)

SUNNUDAGAR 15:15 - 16:15

FIMMTUDAGAR 17:15 - 18:15

OPNIR UMSÓKNARTÍMAR

Um er að ræða tíma sem panta verður fyrirfram hjá Sigurgeiri yfirþjálfara á Reyðarfirði. Tímarnir eru sérsniðnir þeim sem þeirra óska og henta því iðkendum vel sem einkatímar, aðilum sem ekki æfa hjá okkur en vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi, sem og fyrirtækjum í leit að góðri skemmtun, hópeflingu og/eða óska eftir kennslu í öryggistækni fyrir starfsfólk sitt.

LYKLAAÐGANGUR

Við bjóðum upp á 24/7 aðgang að húsnæði og aðstöðu gegn mánaðarlegu gjaldi. Þetta stendur öllum til boða, óháð því hvort þeir æfa hjá okkur eða ekki.

FÖSTUDAGAR

18:15

19:15

20:15

ATH. Aðrar tímasetningar koma einnig til greina eftir samkomulagi

ALLAN SÓLARHRINGINN ALLA DAGA

24/7

ATH. Þessi þjónusta er eingöngu í boði frá og með mánudeginum 16. september 2024. Frí og hátíðardagar hafa ekki áhrif á opnunartíma nema þjálfarar taki annað fram.

DAGSKRÁ

HAUSTÖNN 2024

Strandgata 1 
730 Reyðarfirði

bottom of page