BYRJENDANÁMSKEIÐ Í LETHWEI & BJJ
Brazilian jiu-jitsu
Hvað er kennt?
Brasilískt jiu-jitsu, eða BJJ, sjálfsvarnar - og keppnislist sem leggur áherslu á gólfglímu (e. grappling), bardaga í gólfinu (e. ground fighting) og tök/lása (e. submission holds). Markmiðið er að ná mótherjanum í gólfið og berjast þar uns yfirburðarstöðu er náð í gegnum ólíka tækni, til dæmis liðamótalása (e. joint locks), hálstak (e. chokeholds) eða með því að notfæra sér þrýstipunkta (e. compression locks).
![]() | ![]() | ![]() |
---|
Hver þjálfar?
James Davis, þriggja-gráðu svartbeltingur í BJJ með þjálfunarferil hér á Íslandi síðan 2007.

James Davis, þriggja-gráðu svartbeltingur í BJJ
Fyrir hverja?
Alla sem vilja kynna sér BJJ. Engin krafa gerð um gott líkamlegt form, liðleika eða bakgrunn í bardagalistum. Ekki þarf að útvega sér neinn búnað fyrir mætingu.
HVENÆR?
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 kl. 20 (gera má ráð fyrir 1.5 - 2 klst námskeiði).
HVAR?
Ármúla 17a (í sama húsi og Júdófélag Reykjavíkur) í efri sal.
HVAÐ KOSTAR INN?
Stakt BJJ námskeið (eitt kvöld) er 7.990 KR. Þeir sem skrá sig á bæði BJJ og Lethwei námskeiðin (tvö kvöld) greiða 10.990 KR. Frítt inn fyrir félagsmeðlimi.
HVERNIG SKRÁI ÉG MIG?
Nóg er að fylla út skráningarformið neðst á þessari síðu
Lethwei
Hvað er kennt?
Lethwei er box-list frá Búrma sem keppt er í og leggur áherslu á spörk, hnjáspörk og högg með olnboga og hnefum. Ólíkt öðrum keppnislistum má skalla í Lethwei og því er oft talað um Lethwei sem "list hinna níu útlima" (hendur, fætur, olnbogar, hné og höfuð). Impact ICA er fyrsti bardagalistaskóli í Evrópu sem er samþykktur og er í samstarfi með “Leduclethwei academy” undir stjórn Dave Leduc, sem er sexfaldur heimsmeistari í opnum þyngdarflokki í Lethwei.
![]() | ![]() | ![]() |
---|---|---|
![]() |
Hver þjálfar?
Sigurgeir Svanbergsson, fyrsti þjálfarinn í heiminum til að öðlast grænt rank í Lethwei sem samsvarar python – advanced kennararéttindum frá Leduc Lethwei Academy vottuð af sexfalda Lethwei-heimsmeistaranum, Dave Leduc. Sigurgeir hefur þjálfað Lethwei hér á Íslandi síðan 2017.

Sigurgeir (vinstra megin) og Dave Leduc (hægra megin)
Fyrir hverja?
Alla sem vilja kynna sér Lethwei. Engin krafa gerð um gott líkamlegt form, liðleika eða bakgrunn í bardagalistum. Um er að ræða létta þjálfun og kynningu á byrjendatækni sem gerir ekki kröfu um að iðkendur verði sér úti um búnað fyrir námskeiðið.
HVENÆR?
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 kl. 20 - gera má ráð fyrir 1.5 - 2 klst námskeiði
HVAR?
Ármúla 17a (í sama húsi og Júdófélag Reykjavíkur) í efri sal.
HVAÐ KOSTAR INN?
Stakt Lethwei námskeið (eitt kvöld) er á 7.990 KR. Þeir sem skrá sig á bæði BJJ og Lethwei námskeiðin (tvö kvöld) greiða 10.990 KR. Frítt inn fyrir félagsmeðlimi.
HVERNIG SKRÁI ÉG MIG?
Nóg er að fylla út skráningarformið neðst á þessari síðu
SKRÁNING Á BYRJENDANÁMSKEIÐ
Skráningarskilmálar
Umsækjendur þurfa að hafa hreina sakarskrá og að hafa náð lögaldri. Einstaklingar undir 18 ára geta þó samið við þjálfara um að fá að mæta á æfingar gegn skriflegu samþykki foreldris / forráðamanns.
Vinsamlegast útlistaðu allt sem þér finnst mikilvægt að þjálfarar séu meðvitaðir um áður en námskeið hefst í reitinn "Athugasemd" hér fyrir neðan. Í öllum tilfellum er fullum trúnað heitið. Skráningargögn verða meðhöndluð skv. persónuverndarlögum.
Rukkun fyrir námskeiðsgjöldum berst í heimabanka að loknu námskeiði þegar mæting hefur verið staðfest. Eftir það stendur þátttakendum ekki til boða endurgreiðsla á slíkum gjöldum.
Impact ICA ætlast til þess að allir sem þiggja þjálfun frá félaginu séu góðir borgarar sem meta og virða gildi um heiðarleika, almennt velsæmi og ábyrga almenna framkomu. Hegðun sem er ekki í samræmi við stefnu og gildi ICA og hefur neikvæð áhrif á starfsemi félagsins, eða einstaka æfingafélaga, getur orðið til þess að viðkomandi verði vísað út af námskeiðinu fyrirvaralaust án endurgjalds og jafnvel neitað um endurkomu á æfingar eða aðra viðburði félagsins. Með því að haka í reitinn "Ég samþykki skilmála ICA" hér fyrir neðan, samþykkir þú ofangreint.