top of page

BARNANÁMSKEIÐ

BARNANÁMSKEIÐ Á REYÐARFIRÐI
HAUSTÖNN 2024

Þar sem barnanámskeiðin 2021 og núna í vor 2024 vöktu mikla lukku, langaði okkur að bjóða upp á samskonar námskeið núna í haust, með smávægilegum breytingum.

Þróun barnanámskeiðanna

 

Um er að ræða frumkvöðlastarf sem byggir á samstarfi Sigurgeirs Svanbergssonar, yfirþjálfara ICA á Reyðarfirði, og sexfalda heimsmeistarans í Lethwei, Dave Leduc. Barnanámskeiðin núna í vor voru þau fyrstu á heimsvísu sem kortlögð voru og hönnuð undir Leduc Lethwei bardagaskólanum og því um einstakt tilraunaverkefni að ræða. Lethwei bardagalistin á sér rætur að rekja til hnefaleika sem stundaðir voru í Búrma (Myanmar) (e. burmese boxing) og nær að minnsta kosti 2000 ár aftur í tímann. Þrátt fyrir langa sögu, er stutt síðan Lethwei náði heimsfrægð. Í sameiningu hafa Sigurgeir og Leduc sérsniðið barnvænt æfingaprógram sem lét á reyna í vor og sem við viljum gjarnan fá tækifæri til þess að þróa áfram núna í haust.

IMG_6543(2).JPG

Sigurgeir Svanbergsson (vinstri) og Dave Leduc (hægri)

Okkar stefna

Við höldum fast í ákveðin gildi líkt og margar aðrar bardagaíþróttir. Hornsteinar í allri okkar þjálfun eru agi, umhyggja, virðing og ábyrgð, ekki bara gagnvart öðrum heldur líka gagnvart okkur sjálfum. Þannig fá börnin ekki bara þjálfun í að koma vel fram við hvort annað (umhyggja og virðing) heldur læra líka að treysta á eigin getu og þrótt (agi og ábyrgð). Við teljum slíkan lærdóm mikilvægan grunn að þeirri hæfni að setja sér og öðrum skýr mörk. Þessi námskeið munu þannig fyrst og fremst leggja áherslu á virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, vináttu, frábæra skemmtun og heilbrigða hreyfingu.

Lethwei.jpg

Tákn Lethwei

Börnin munu þjálfa undir glæsilegum erni sem er einkennistákn íþróttarinnar. Í Lethwei tíðkast sú rótgróna hefð að tveir aðilar kasti á hvorn annan kveðju í upphafi bardaga sem kallast Lekkha Moun. Með þessari kveðju skora þeir hvorn annan á hólm af virðingu og hugrekki. Kveðjan sjálf er röð hreyfinga sem framkvæmdar eru til þess að líkja eftir kraftmiklum vængjaslætti arnarins.

421867374_361120276629942_2027877099697187281_n.jpg

Fyrirkomulag - Haustönn 2024

Áfram verða tveir aldurshópar og verður eldri hópurinn nú teygður upp í 13 ára. Yngri hópur (U9) samanstendur þannig áfram af 6-9 ára og sá eldri (U13) af 10-13 ára.

Fyrsti tími annarinnar hjá báðum hópum verður sunnudaginn 15. september 2024 og lýkur sunnudaginn 15. desember 2024. Gera má ráð fyrir að í enda annar verði haldin viðurkenningaathöfn eins og síðast og eru foreldrar hvattir til þess að mæta.

æfingatímar_haustönn_2024_svartur bakgrunnur.png

ÞJÁLFARAR BARNANÁMSKEIÐA - HAUST 2024

c289d7c0-675f-4e64-b401-3bfa7448878d.jfif

Axel Gau​ti

þjálfari U9

2f0a385b-ef53-4e98-be71-38291be121b0.jfif

Daníel Örn

þjálfari U13

4ae24abe-e89f-403d-80b0-f897a59d8087.jfif

Þorsteinn Árni

Aðstoðarþjálfari U9 og U13

Hægt er að skrá barn/börn sín á námskeiðin með því að fylla út skráningarformið hér fyrir neðan.

Skráning á barnanámskeið Reyðarfjarðar
Haustönn 2024

Staðfesting á skráningu berst í tölvupósti, vinsamlegast gangið úr skugga um að tölvupóstfang sé rétt skrifað.

Undir skráningarforminu er fyrirspurnarform. Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum um námskeiðin (t.d. varðandi æfingaprógramið og verðskránna) með því að fylla út fyrirspurnarformið neðst á þessari síðu.

Skráningarskilmálar

Foreldrum/forráðamönnum ber skylda að upplýsa þjálfara til fullnustu um allar þær sérþarfir sem börn þeirra kunna að hafa. Í þessu felst að greina þjálfurum með skýrum hætti frá öllum þeim atriðum sem foreldrar/forráðamenn telja mikilvægt að komi fram áður en þjálfun hefst. Það er á ábyrgð foreldra/forráðamanna að ákveða hvaða upplýsingum skal deilt með þjálfurum og í öllum tilfellum er fullum trúnað heitið. Komi í ljós á einhverjum tímapunkti, að nauðsynlegar upplýsingar liggja ekki fyrir hendi, áskilur ICA sér rétt til að hafna inntöku barns á námskeiðin.

 

Hafa ber í huga að þekking þjálfara einskorðast við kennsluefni félagsins, hún fer ekki inn á önnur fagleg svið. Fari sérþarfir barns yfir kunnáttusvið þjálfara, með þeim afleiðingum að ekki er hægt að koma til móts við þarfir barnsins á meðan þjálfun stendur, áskilur ICA sér sömuleiðis rétt til að hafna inntöku. Þetta er eingöngu gert með hagsmuni barnsins í huga. 

 

Vinsamlegast útlistaðu allt sem þér finnst mikilvægt að þjálfarar séu meðvitaðir um í reitinn "Athugasemd" hér fyrir neðan.

Thanks for submitting!

Fyrirspurnarform

Hentu á okkur spurningum!
Við reynum að svara þér eins fljótt og hægt er

Móttekið!

bottom of page