top of page

Um ICA Guardians

ICA Guardians ehf býður viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytta öryggisþjónustu og rekur bardagafélagið Iceland Combat Arts (ICA).

Sagan okkar

2012

2016

2017

2018

2019

2021

2022

Mel Halidesson stofnaði Iceland Silat í Reykjavík og lagði ríka áherslu á sjálfsvörn. Tæknina sótti hann í sjálfsvarnarkerfi Krav maga, sem notað er í herþjálfun víða um heim. Til viðbótar fléttaði hann penkak Silat (indónesískt Silat) inn í þjálfun sína og byggði beltakerfi Iceland Silat á því. Beltaprófin vottaði Mel ásamt indónesískum samstarfsaðila.

Hákon Bragi Magnússon, einn af elstu nemendum Mel, tók formlega við allri þjálfun félagsins í Reykjavík, undir handleiðslu Mel.

Iceland Silat sleit tengsl sín við Indónesíu og lagðist formlega niður, sem var ekki í samræmi við vaxandi eftirspurn á sjálfsvarnarkennslu í íslensku samfélagi. Í framhaldinu var stjórn mynduð og sú ákvörðun tekin að stofna arftaka Iceland Silat. Í stjórn sátu, og sitja enn í dag:

IMG_8570_2.JPG
IMG_8491_2_edited_edited.jpg
IMG_8499_2.JPG
IMG_8564_2.JPG

Einróma samþykki stjórnarmeðlima varð til þess að bardagafélagið Iceland Combat Arts (ICA) var stofnað.

1.jpg

Stjórnarmeðlimir blésu fljótt lífi í félagið. Hákon gerðist yfirþjálfari í Reykjavík og vottaði Þórunni og Ásgeir, elstu nemendur sína, sem aðstoðarþjálfara, enda óx iðkendafjöldi þar hratt. Sigurgeir, Einar og Víking stofnuðu í sameiningu anga ICA félagsins á Reyðarfirði og hófu formlega sjálfsvarnarkennslu þar. Eftir að hafa komið upp æfingaraðstöðu fyrir austan, skráði Víking sig í danska herinn og hóf störf sem konunglegur lífvörður dönsku drottningarinnar.

375688601_1346318066299116_443423229105307267_n.jpg

Næstu skref ICA voru að taka upp sjálfsvarnarkerfi Shin Gi Tai kempo undir leiðsögn grand master sijo Daniel Hayen í Belgíu. Nýtt beltakerfi var tekið upp í samræmi við það og sáu Mel og Hayen um vottun beltaprófa. Síðan þá hefur Hayen komið tvisvar til Íslands að halda námskeið í Shin Gi Tai kempo undir ICA.

Bardagakerfi félagsins samanstóð þannig af sjálfsvarnartæki úr Shin Gi Tai kempo samhliða hagnýtingu á Krav maga í takt við fyrri áherslur Mel.

36842245_2074619789524314_8376787841979514880_n (2).jpg

Hákon útskrifaðist með lífvarðarréttindi úr European Security Academy (ESA) og er í dag höfuð tengiliður Íslands við ESA.

  • Facebook

Víking hafði á þessum tíma sótt sér viðbótarþjálfun í lífvörslu frá hernum, og því sáu báðir um að stýra fyrsta öryggisgæsluverkefni félagsins hér á Íslandi. Verkefnið var viðamikið sem kallaði á stærri stjórn. Ásgeir og Þórunn voru fengin til þess að stýra almennri öryggisgæslu í verkefninu og urðu þar með formlegir stjórnarmeðlimir:

IMG_8412 (2).JPG
IMG_8357.JPG

ICA Guardians ehf var samþykkt á skrá yfir fyrirtæki með rekstrarleyfi til lífvörslu, almennrar öryggisgæslu og bardagakennslu. Í kjölfarið fékk ICA í hendurnar sitt annað lífvörsluverkefni hér á Íslandi.

31.JPG

Fyrirtækið stækkaði svo við sig og tók upp fjölbreyttari þjálfun þegar Sigurgeir stofnaði til samstarfs við sexfalda heimsmeistarann í Lethwei, Dave Leduc. Þar með gerði Sigurgeir Iceland Combat Arts að fyrsta vottaða bardagalistaskóla í Evrópu sem var samþykktur af "Leduc Lethwei Academy." Í fyrsta sinn í sögu félagsins varð keppnismiðuð bardagalist hluti af dagskránni og hefur Dave Leduc komið þrisvar til Íslands að halda Lethwei námskeið undir ICA. 

1568.jpg

Sigurgeir útskrifaðist sem einkaþjálfari frá Deep Water, skóla í eigu John Andersen. Í kjölfarið gat félagið farið að bjóða bæði iðkendum og almenningi upp á sérsniðin matar- og æfingarprógröm.

 

Sigurgeir lét sér það þó ekki duga, heldur sérhæfði sig í Lethwei samhliða einkaþjálfunarnáminu. Undir handleiðslu Dave Leduc fóru Sigurgeir og Einar að þjálfa iðkendur fyrir Lethwei mót úti. Því miður var slíkum mótum frestað síendurtekið víða um heim vegna heimsfaraldurs og því hefur félagið enn ekki fengið tækifæri á að senda iðkendur sína út í slíka keppni.

Heimsfaraldurinn hindraði starfsemi fyrirtækisins þó ekki meir en svo að fyrsta barnanámskeið félagsins var haldið á Reyðarfirði um leið og reglur um fjarlægðarmörk voru felldar niður í samfélaginu. Undir handleiðslu Sigurgeirs og Einars, stýrðu aðstoðarþjálfarar fyrir austan, Sigrún Inga Sigurlínusardóttir og Sigurður Halldórsson námskeiðinu.

200824787_2949542068698744_8068236467743366992_n.jpg

ICA Guardians ehf hóf að bjóða upp á fyrirtækjaþálfun þar sem kennsla var sérsniðin vinnuaðstæðum starfsmanna hverju sinni. Hákon og Einar sáu helst um að skipuleggja og móta slíka fyrirtækjaþjónustu. Víking vann að því að víkka tengslanet ICA Guardians ehf í Danmörku. 

Sigurgeir sá svo um að skipuleggja komu sexfalda heimsmeistarans í Lethwei, Dave Leduc, til Íslands í lok árs. Lethwei námskeið var haldið og valdir þjálfarar og iðkendur voru teknir í próf, eða svokallað "rank."

IMG_5746 (2).JPG

IMPACT

Combat-sports Academy

Follow

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page